Menntun til sjálfbærni - Hugmyndir og hjálpargögn

Stefnan sem unnið er eftir í Skólum á grænni grein kallast sjálfbærnimenntun eða menntun til sjálfbærni og eru Skólar á grænni grein stærsta innleiðingartæki þeirrar stefnu í heiminum í dag. Á þessari síðu má finna námsefni sem tengist verkefninu á einhvern hátt. Í Skólum á grænni grein á Íslandi leynist mikill mannauður og deilum við hugmyndum sem reynst hafa vel í skólum um allt land. 

 

Með menntun til sjálfbærni er stefnt að því að skapa samábyrgt samfélag þar sem allar ákvarðanir og gjörðir taka mið af umhverfi, efnahag og félagslegri sanngirni. Mikilvægt er að þroska hvern einstakling sem virkan borgara, meðvitaðan um gildi sín, viðhorf og tilfinningar gagnvart ofantöldum hlutum bæði heima fyrir og hnattrænt. Þetta á við alla menningarhópa í nútíð og framtíð.

Áskoranir í framhaldsskólum og háskólum

Margrét  Hugadóttir    7.2.2017
Margrét Hugadóttir

Katrín Magnúsdóttir fjallaði um áskoranir sem framhaldsskólar og háskólar mæta í verkefninu. Hér má skoða fyrirlesturinn hennar.

 

Í vinnustofunni var stuðist við markmiðssetningablöð , umhverfisgátlista og upplýsingar af síðu verkefnisins.

Tögg
Umhverfisnefnd FSU.jpg 

Vista sem PDF