Grænfáninn

Starfið er margt - ársskýrslan

Grænfáninn Landvernd    15.10.2008
Grænfáninn Landvernd

Sífellt fjölgar grænum og vænum skólum sem vinna að því að fá Grænfánann
Skólar á grænni grein - Grænfáninn veturinn 2003-2004

Verkefnið Skólar á grænni grein er nú orðið þriggja ára á Íslandi og sýnist komið til að vera.

Stýrihópur verkefnisins
Í stýrihópi um Skóla á grænni grein eru Anna Borg Harðardóttir, fulltrúi Kennarasambands Íslands, Hafdís Ragnarsdóttir, umhverfisfræðingur og kennari, Ingibjörg Ólafsdóttir / Hugi Ólafsson frá umhverfisráðuneyti, Heiðrún Guðmundsdóttir frá stjórn Landverndar og Tryggvi Jakobsson útgáfustjóri Námsgagnastofnunar auk Sigrúnar Helgadóttur verkefnisstjóra verkefnisins og Tryggva Felixsonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hópurinn hélt fjóra fundi veturinn 2003-2004.

Skólarnir
Nú eru 27 skólar í verkefninu. Vorið 2004 munu fimm nýir skólar fá fána til tveggja ára og þeir þrír skólar sem fengu hann fyrstir skóla vorið 2002 munu fá fána í annað skipti. Þegar starfsárinu lýkur munu því 14 fánar blakta við jafnmarga íslenska skóla.

Námsstefnur í Vatnsveituhúsi og Dublin
Starf vetrarins hófst sem áður í undirbúningi námsstefnu fyrir kennara og aðra starfsmenn skólanna. Námsstefnan var haldin í Gvendarbrunnahúsi í Heiðmörk í tilefni af ári vatnsins. Til hennar komu 33 þátttakendur frá 18 skólum. Flutt voru erindi um safnkassa og rafmagnssparnað. Farið var í verkefni um vatn, bæði úti og inni, og Gvendarbrunnahúsið skoðað. Fyrst og fremst er þó mikilvægt fyrir þetta fólk að hittast, ræða saman og bera saman bækur sínar.

Í byrjun desember fór Sigrún Helgadóttir á ársfund allra verkefnisstjóra verkefnisins í hinum ýmsu löndum en verkefnið er unnið í 28 löndum. Ársfundurinn var að þessu sinni haldinn í Dublin í Írlandi. Grænfánaskólar í Dublin voru heimsóttir og fundir þreyttir.

Heimasíðan
Þegar Landvernd fékk nýja heimasíðu fylgdi Grænfánaverkefnið með og fékk sérstaka síðu. Þar inn eru settar upplýsingar um verkefnið og m.a. allar fundargerðir stýrihóps. Af þessu er mikið hagræði og ekki annað að sjá en að heimasíðan sé mikið notuð.

Íslenskir Grænfánar
Skóli sem skráir sig í verkefnið, Skólar á grænni grein, hefst handa við að stíga ákveðin skref til umhverfisbóta í skólanum bæði hvað varðar rekstur skólans og menntun nemenda. Þegar skólinn telur sig tilbúinn sækir hann um að fá fána. Stýrihópur verkefnisins fer yfir umsókn skólans og meðfylgjandi gögn og fulltrúar hans heimsækja skólann. Ef allt er sem skyldi er skólanum veittur Grænfáninn til tveggja ára. Við hátíðlega athöfn er fáninn dreginn að húni og blaktir þar alla daga og jafnvel nætur.
Fánarnir hafa verið keyptir erlendis frá og sýnast aðallega miðaðir við veðurfar Miðjarðarhafslanda. Þeir trosna fljótt og étast upp í rokbeljandanum hérlendis. Því fékkst leyfi til þess að framleiða íslenska fána og verða þeir afhentir skólunum í vor. Svo er að sjá hvernig íslensk framleiðsla stendur sig í íslensku veðurfari.

Leikskólarnir með
Þegar verkefnið hófst á Íslandi var það lagað að danskri fyrirmynd en í Danmörku geta leikskólar ekki sótt um Grænfána. Ástæðan er sú að Danir telja að svo ung börn geti ekki verið virkir þátttakendur á jafnréttisgrundvelli í umhverfisráði skóla, en slíkt ráð er eitt skilyrði þess að skólar fái fánann. Árið 2002 var gerð tilraun að sænskri fyrirmynd að leikskólar gætu komið inn í verkefnið í samvinnu við grunnskóla og tveir leikskólar hafa farið inn í verkefnið á þann hátt. Leikskólar hafa lengi sýnt umhverfismálum mikinn áhuga og sumir voru ekki sáttir við að geta ekki tekið þátt í verkefninu á eigin forsendum. Þess vegna var leitað ráða hjá höfðustöðvum Grænfána í Portúgal. Svar þeirra var ótvírætt. 5-6 ára gömul börn geta tekið ákvarðanir. Nemendur í leikskólum eiga, eins og nemendur í öðrum skólum, að tileinka sér lýðræðisleg vinnubrögð við að taka ákvarðanir um umhverfisbætur bæði í skólanum og heima. Foreldrar og kennarar eiga að útskýra umhverfismálin fyrir nemendum á máli sem þeir skilja en ekki að taka ákvarðanir fyrir nemendur. Þeir leikskólar sem treysta sér til að vinna á þennan hátt geta tekið þátt í verkefninu. Þessi ákvörðun var tilkynnt á ráðstefnu umhverfisfræðsluráðs sl. haust um umhverfismennt í leikskólum þar sem verkefnið um Skóla á grænni grein var kynnt. Núna eru sjö leikskólar skráðir í verkefnið og frá og með vorinu 2004 munu blakta Grænfánar við þrjá þeirra.

Styrkir ráðuneyta og framhaldsskólarnir
Á þessu ári styrkir menntamálaráðuneytið verkefnið um 700 þúsund krónur og umhverfisráðuneytið um 350 þúsund krónur. Í bréfi sem fylgdi tilkynningu menntamálaráðuneytisins um styrkveitinguna kom fram ósk hjá ráðuneytinu að framhaldsskólar kæmu inn í verkefnið. Verkefnið hefur því aðeins verið kynnt í framhaldsskólum nú á vormánuðum en enn hefur þó enginn framhaldsskóli skráð sig í það.

Tögg

Vista sem PDF

Eldri greinar

Landshlutafundir veturinn 2018-2019
20.5.2019

Varðliðar umhverfisins 2019
20.5.2019

Erasmus+ verkefni um lífbreytileika
23.4.2019

Eco Schools 25 ára
16.4.2019

Dýradagurinn 2019
29.3.2019

Landshlutafundir 2018
19.10.2018

Varðliðar umhverfisins 2018
25.4.2018

Góð ráð fyrir árangursríka flokkun
7.2.2018

Umsóknarfrestur fyrir endurnýjun Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar.
17.1.2018

Rafræn jólagjöf frá Skólum á grænni grein
20.12.2017

Nemendur Grenivíkurskóla færðu bæjarbúum jólagjöf
18.12.2017

Ferðafélaginn
15.11.2017

Vistheimt á gróðursnauðu landi - Handbók
13.11.2017

Haustfréttabréf Skóla á grænni grein komið út.
9.11.2017

Fræða, ekki hræða.
31.10.2017

Lífið á Túndrunni
15.9.2017

Líf að vori
15.9.2017

Lífríki Tjarna
15.9.2017

Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó
11.9.2017

Búningagerð í Blásölum
3.3.2017

Sorpkvarnir ekki umhverfisvænar á Íslandi
22.2.2017

Skólar sem hafa slitið barnsskónum í Grænfánanum: Hvernig má þróa starfið áfram?
7.2.2017

Áskoranir í framhaldsskólum og háskólum
7.2.2017

Allur skólinn með! Hvernig virkjum við skólasamfélagið í heild sinni?
7.2.2017

Af stað með úrgangsforvarnir: Námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni
7.2.2017

Handbókin Á grænni grein
7.2.2017

„Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin“
7.2.2017

„Umbreytandi nám: Hvernig á að nálgast flókin umhverfismál í skólastarfi?“
7.2.2017

„Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“
25.1.2017

Janúarfréttabréf Skóla á grænni grein
25.1.2017

Rúm fyrir syfjaða bangsa
5.1.2017

Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?
7.12.2016

Caitlin Wilson
1.12.2016

Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær sinn sjötta Grænfána
21.11.2016

Hljóðvist
14.11.2016

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti
9.11.2016

Foundation for Environmental Education (FEE)
9.11.2016

Landvernd
9.11.2016

Grænfánaráðstefnan 2017
7.11.2016

Haustfréttabréf Grænfánans
7.11.2016

Caitlin Wilson
27.10.2016

Margrét Hugadóttir
25.10.2016

Varðliðar umhverfisins árið 2016
26.4.2016

Hofsstaðaskóli vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun hér á landi
13.4.2016

Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins
3.2.2016

Baráttan gegn matarsóun
3.2.2016

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015
18.12.2015

Landshlutafundir 2015
15.10.2015

Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins
13.2.2015

Óskað eftir vinaskóla á Íslandi
5.2.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband
27.1.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
22.1.2015

Jólagjöf Landverndar - verkefnakista
24.12.2014

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein
18.12.2014

Katrín Magnúsdóttir
29.1.2014

Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána
17.1.2014

Skólar á grænni grein á Íslandi
16.1.2014

Endurskoðun umhverfisgátlista og skrefanna sjö
12.12.2013

Markmiðasetning í Skólum á grænni grein
12.12.2013

Hvað er vistheimt?
12.12.2013

Lýðræðismenntun í Þelamerkurskóla
12.12.2013

Hlutverk nemenda í Grænfánastarfinu í Þelamerkurskóla
12.12.2013

Hvernig getum við bætt leikskólalóðina með virkri þátttöku skólasamfélagsins?
12.12.2013

Lýðræðisleg þátttaka nemenda í sveitarfélagsmálum í Grýtubakkahreppi
12.12.2013

Tenging Grænfánaverkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi
12.12.2013

Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi: Björg Pétursdóttir
12.12.2013

Sjálfbærni, grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum: Sigrún Helgadóttir
12.12.2013

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013
19.11.2013

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni í Hörpu
15.11.2013

Landvernd óskar eftir starfsmanni í Grænfánaverkefnið
15.7.2013

Kvennaskólinn í Reykjavík flaggar sínum fyrsta Grænfána
9.11.2012

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru
20.9.2012

Giljaskóli flaggar sínum fyrsta fána
20.9.2012

Stór dagur í Dalvíkurbyggð
24.8.2012

Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð
24.8.2012

Varmárskóli tekur við Grænfánanum á 50 ára afmælinu
24.8.2012

Salaskóli fagnar í fjórða sinn.
14.5.2012

Varðliðar umhverfisins 2012
26.4.2012

Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði
25.4.2012

Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn
25.4.2012

Fyrsti grænfáninn á Kópasteini
30.3.2012

Leikbær flaggar í fyrsta sinn
29.3.2012

Dagatal Sorpu 2012
15.2.2012

Varðliðar umhverfisins 2012
7.2.2012

Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga
2.2.2012

Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu
2.2.2012

Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána
2.2.2012

Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200
31.1.2012

Starfið er margt - ársskýrslan
15.10.2008

Teiknimyndasamkeppninni breytt
15.10.2008

Síðustu tölur og enn einn fáninn
15.10.2008

Íslendingar á Spáni - fréttabréf Eco-Schools
15.10.2008

Úrslit í teiknimyndasamkeppninni
15.10.2008

Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann
18.9.2006

Grænfáninn blaktir víða
19.5.2006

Grænfáninn í Fálkaborg
11.4.2006

Grænfáninn
27.5.2005

Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann
18.5.2005

Grænfáninn blaktir á Seltjarnarnesi
1.12.2004

Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána
3.6.2003