Grænfáninn

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013

Katrín Magnúsdóttir    19.11.2013
Katrín Magnúsdóttir

Ráðstefnan hófst á setningu Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra sem m.a. sagði frá sínu fyrsta embættisverki en þá afhenti hann Menntaskólanum að Laugarvatni grænfánann í annað sinn. Sigurður talaði um mikilvægi verkefnisins og þeirra málefna sem það heldur á lofti og hét stuðningi ráðuneytisins næstu þrjú árin.

Eftir þessa hvetjandi byrjun fór starfsfólk Landverndar yfir stöðu mála. Niðurstöður endurskoðunar verkefnisins voru kynntar en hún var unnin var í samstarfi við þátttökuskóla og stýrihóp. Á grundvelli hennar hafa markmið og aðgerðaáætlun næstu þriggja ára verið mótuð. Einnig var farið yfir stöðu verkefnisins nú og litið til framtíðar. Þar ber að nefna vinnu við gátlista og þýðingu á skrefunum sjö, hugmyndir að umhverfisúttekt og mælanlegum markmiðum og mat á verkefninu sem unnið verður af starfsnema í samstarfi við námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðinám við Háskóla Íslands. Að lokum var vistheimtarverkefni Landverndar kynnt, en það er þróunarverkefni þar sem unnið er með grænfánaskólum á Suðurlandi, Landgræðslunni og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna. Verkefnið snýst um vistheimt og mikilvægi hennar fyrir stöðvun jarðvegseyðingar, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og baráttuna við loftslagsbreytingar. Nemendur munu sjálfir setja upp tilraunasvæði í vistheimt  á örfoka landi á Suðurlandi, sjá um að sá eða bera á áburð í tilraunareitina og fylgjast með breytingum á gróður- og dýrasamfélögum. Verkefnið gæti í framtíðinni orðið líkan að umhverfisfræðslu í skólastarfi á Íslandi.

---

Í framhaldi af þessari yfirferð völdu þátttakendur sér eina af þeim þremur málstofum sem í boði voru, þ.e. lýðræði og lýðræðislega þátttöku, loftlagsbreytingar eða lífbreytileika. Þessi þemu hafa reynst þyngri og flóknari í framkvæmd en önnur þemu og var markmiðið að auka þekkingu og einfalda nálgun á þessi viðfangsefni.

Í málstofunni um loftslagsbreytingar hélt Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, erindi sem hann kallaði Loftslagsbreytingar – að skilja og miðla. Hann fjallaði um mikilvægi þess að miðla upplýsingum um loftslagsbreytingar á einfaldan og skiljanlegan hátt. Þá útskýrði hann hugtakið í stuttu máli og lagði áherslu á að loftslagsbreytingar væru raunverulegar þó ekki væri hægt að segja hvar og hvenær áhrifanna myndi gæta. Hann talaði um helstu áhrifavalda loftslagsbreytinga, hvað í umsvifum mannsins hefði mest áhrif og hvað hægt sé að gera til að hægja á þróuninni.

Þá tók Hafdís Ragnarsdóttir við en hún fjallaði um verkefni sem nemendur í Foldaskóla í Grafarvogi stóðu að á Norræna loftslagsdeginum árið 2010. Í tilefni dagsins var nærsamfélagið virkjað til að búa til stórt tré í skólanum sem minnti á mikilvægi trjánna, m.a. í loftslagsmálum. Nemendur lituðu laufblöð úr pappír og báru í hús og viðtakendur gerðu sér ferð með þau í skólann til að laufga með þeim grein á trénu Virðingu. Heilu fjölskyldurnar komu í skólann til að finna laufblaðinu stað á trénu og laufgaðist Virðingin hægt og bítandi.

Að lokum fjallaði Jón Stefánsson í Hvolsskóla á Hvolsvelli um tvö verkefni sem unnið hefur verið að í tengslum við loftslagsbreytingar. Annars vegar eru það jökulmælingar á Sólheimajökli og hins vegar verkefni vegna framkvæmda við Landeyjahöfn. Í jökulmælingunum eru breytingar á Sólheimajökli mældar árlega, teknar eru myndir af jöklinum frá ýmsum sjónarhornum og þær bornar saman milli ára. Einnig eru GPS hnit skráð og borin saman á milli ára. Verkefnið við Landeyjahöfn snýr að því að reikna út koltvísýringsúblástur við framkvæmdina og bera hana saman við koltvísýringslosun Herjólfs við siglingar á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.

Í málstofunni um lýðræði og lýðræðislega þáttöku flutti Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla erindi um lýðræði og hvernig Þelamerkurskóli hefur gert nemendur að virkari þátttakendum í skólastarfi. Þetta hefur verið gert með bekkjarfundum og ýmsum ráðum þar sem nemendur koma beint að ákvarðanatökunni. Í framhaldinu sagði Sigríður Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi, frá starfi grænfánaráðsins við Þelamerkurskóla og hvernig nemendur gegna mikilvægum hlutverkum í verkefninu.

Næstar tóku til máls Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri og Ragnhildur Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ sem sögðu frá þróunarverkefni sem þær hafa leitt. Verkefnið miðar að því að breyta og bæta leikskólalóðina með virkri þátttöku nemenda, foreldra, starfsfólks og annarra velunnara, bæði við tillögugerð, skipulagningu og framkvæmd.

Síðust í þessum hluta var Sigríður Sverrisdóttir kennari við Grenivíkurskóla í Grýtubakkahreppi. Þar hefur verið lögð mikil áhersla á lýðræðislega þátttöku nemenda innan sveitarfélagsins, t.d. hafa nemendur komið á framfæri tillögum að endurbótum í umhverfismálum innan sveitarfélagsins. Vel hefur verið tekið í tillögurnar og er eftirfarandi haft eftir sveitarstjóra Grýtubakkahrepps: Grænfánaverkefni Grenivíkurskóla á stóran þátt í þeirri miklu vakningu sem orðið hefur í endurvinnslumálum í sveitarfélaginu undanfarin ár því börnin eru besta „löggan“ á heimilunum“.

 

Í málstofunni um lífbreytileika flutti Snorri Sigurðsson, líffræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, erindi þar sem hann fjallaði um lífbreytileika í sinni víðustu mynd. Hugtakið hefur reynst torskilið meðal þátttakenda verkefnisins og var markmiðið að dýpka skilning á því og koma með hugmyndir að því hvernig vinna má með hugtakið í skólum. Snorri fjallaði m.a. um mikilvægi þess að viðhalda og endurheimta lífbreytileika, en hann er á undanhaldi í heiminum í dag sem skýra má að stórum hluta með umsvifum manna. Aldrei í sögu jarðarinnar hefur útdauði tegunda verið eins hraður og nú. Einnig fór hann í hagræn og siðferðisleg rök sem mæla með því að viðhalda lífbreytileika í heiminum.

Þá fjallaði Sigþrúður Jónsdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Suðurlandi um hvernig landgræðsla getur nýst við kennslu í lífbreytileika. Hún byrjaði á að útskýra tengsl landgræðslu og lífbreytileika og fjallaði svo sérstaklega um verkefni sem Þjórsárskóli hefur unnið með Landgræðslunni og snýr að uppgræðslu rofabarðs í Þjórsárdal.

Í kjölfarið sagði Kristjana Skúladóttir, kennari í Melaskóla, frá verkefni sem hún þróaði. Um er að ræða fjöruferð, þar sem nemendur skoða hið fjölbreytta lífríki fjörunnar, allt frá þangi til fugla og vinna fjölbreytt verkefni í tengslum við það. Vinnan fer því fram bæði innan dyra og utan og eru niðurstöður settar fram með myndrænum hætti.

---

Eftir hádegi hófst dagskráin á ávarpi Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann ítrekaði mikilvægi verkefnisins og hvatti viðstadda til að halda áfram því góða starfi sem unnið hafði verið auk þess sem hann, líkt og Sigurður Ingi Jóhannsson, hét áframhaldandi fjárframlagi til verkefnisins úr ríkissjóði.

Þá flutti Kristen Leask, fyrrum verkefnisstjóri Grænfánaverkefnisins í Skotlandi, fyrirlestur um tengingu verkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi en menntun til sjálfbærrar þróunar er einn af kjörnum eða grunnþáttum þeirrar námskrár. Hún talaði um að grænfánaverkefnið gegni þar lykilhlutverki í því að ná fram markmiðum menntunar til sjálfbærni en þar eru 98% skóla skráðir í verkefnið.

Í kjölfarið flutti Björg Pétursdóttir deildarstjóri hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti erindi um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi. Hún talaði um mikilvægi menntunar til sjálfbærni fyrir menntakerfið í heild þar sem hún eykur getu nemenda til aðgerða og þátttöku sem virkir borgarar, enda lýðræði mikilvæg stoð í menntun til sjálfbærni. Hún benti fólki á rit og heimasíður um grunnþætti menntunar sem ráðuneytið hefur gefið út til að auðvelda þessa innleiðingu.

Sigrún Helgadóttir, höfundur sjálfbærniheftis nýju námskrárinnar tók þá við. Hún byrjaði með myndræna kynningu sem fjallaði almennt um menntun til sjálfbærni. Í kjölfarið tók hún fyrir hugtakið sjálfbærni, fór í sögulega samantekt á þróun þess og hvað stæði í vegi fyrir því að sjálfbærni næði fram að ganga. Hún fjallaði stuttlega um sjálfbærniheftið sjálft og benti á hvernig sjálfbærni næði yfir alla grunnþætti nýju námskrárinnar og að hún væri mikilvæg til að ná fram þáttum eins og jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð.

Að lokum var stutt samantekt frá starfsmönnum Landverndar á því helsta sem fram hafði komið á ráðstefnunni og henni svo slitið með hvatningarorðum til ráðstefnugesta um áframhaldandi gott starf.

Einar     Einar    

Vista sem PDF

Eldri greinar

Landshlutafundir veturinn 2018-2019
20.5.2019

Varðliðar umhverfisins 2019
20.5.2019

Erasmus+ verkefni um lífbreytileika
23.4.2019

Eco Schools 25 ára
16.4.2019

Dýradagurinn 2019
29.3.2019

Landshlutafundir 2018
19.10.2018

Varðliðar umhverfisins 2018
25.4.2018

Góð ráð fyrir árangursríka flokkun
7.2.2018

Umsóknarfrestur fyrir endurnýjun Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar.
17.1.2018

Rafræn jólagjöf frá Skólum á grænni grein
20.12.2017

Nemendur Grenivíkurskóla færðu bæjarbúum jólagjöf
18.12.2017

Ferðafélaginn
15.11.2017

Vistheimt á gróðursnauðu landi - Handbók
13.11.2017

Haustfréttabréf Skóla á grænni grein komið út.
9.11.2017

Fræða, ekki hræða.
31.10.2017

Lífið á Túndrunni
15.9.2017

Líf að vori
15.9.2017

Lífríki Tjarna
15.9.2017

Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó
11.9.2017

Búningagerð í Blásölum
3.3.2017

Sorpkvarnir ekki umhverfisvænar á Íslandi
22.2.2017

Skólar sem hafa slitið barnsskónum í Grænfánanum: Hvernig má þróa starfið áfram?
7.2.2017

Áskoranir í framhaldsskólum og háskólum
7.2.2017

Allur skólinn með! Hvernig virkjum við skólasamfélagið í heild sinni?
7.2.2017

Af stað með úrgangsforvarnir: Námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni
7.2.2017

Handbókin Á grænni grein
7.2.2017

„Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin“
7.2.2017

„Umbreytandi nám: Hvernig á að nálgast flókin umhverfismál í skólastarfi?“
7.2.2017

„Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“
25.1.2017

Janúarfréttabréf Skóla á grænni grein
25.1.2017

Rúm fyrir syfjaða bangsa
5.1.2017

Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?
7.12.2016

Caitlin Wilson
1.12.2016

Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær sinn sjötta Grænfána
21.11.2016

Hljóðvist
14.11.2016

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti
9.11.2016

Foundation for Environmental Education (FEE)
9.11.2016

Landvernd
9.11.2016

Grænfánaráðstefnan 2017
7.11.2016

Haustfréttabréf Grænfánans
7.11.2016

Caitlin Wilson
27.10.2016

Margrét Hugadóttir
25.10.2016

Varðliðar umhverfisins árið 2016
26.4.2016

Hofsstaðaskóli vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun hér á landi
13.4.2016

Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins
3.2.2016

Baráttan gegn matarsóun
3.2.2016

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015
18.12.2015

Landshlutafundir 2015
15.10.2015

Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins
13.2.2015

Óskað eftir vinaskóla á Íslandi
5.2.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband
27.1.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
22.1.2015

Jólagjöf Landverndar - verkefnakista
24.12.2014

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein
18.12.2014

Katrín Magnúsdóttir
29.1.2014

Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána
17.1.2014

Skólar á grænni grein á Íslandi
16.1.2014

Endurskoðun umhverfisgátlista og skrefanna sjö
12.12.2013

Markmiðasetning í Skólum á grænni grein
12.12.2013

Hvað er vistheimt?
12.12.2013

Lýðræðismenntun í Þelamerkurskóla
12.12.2013

Hlutverk nemenda í Grænfánastarfinu í Þelamerkurskóla
12.12.2013

Hvernig getum við bætt leikskólalóðina með virkri þátttöku skólasamfélagsins?
12.12.2013

Lýðræðisleg þátttaka nemenda í sveitarfélagsmálum í Grýtubakkahreppi
12.12.2013

Tenging Grænfánaverkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi
12.12.2013

Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi: Björg Pétursdóttir
12.12.2013

Sjálfbærni, grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum: Sigrún Helgadóttir
12.12.2013

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013
19.11.2013

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni í Hörpu
15.11.2013

Landvernd óskar eftir starfsmanni í Grænfánaverkefnið
15.7.2013

Kvennaskólinn í Reykjavík flaggar sínum fyrsta Grænfána
9.11.2012

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru
20.9.2012

Giljaskóli flaggar sínum fyrsta fána
20.9.2012

Stór dagur í Dalvíkurbyggð
24.8.2012

Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð
24.8.2012

Varmárskóli tekur við Grænfánanum á 50 ára afmælinu
24.8.2012

Salaskóli fagnar í fjórða sinn.
14.5.2012

Varðliðar umhverfisins 2012
26.4.2012

Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði
25.4.2012

Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn
25.4.2012

Fyrsti grænfáninn á Kópasteini
30.3.2012

Leikbær flaggar í fyrsta sinn
29.3.2012

Dagatal Sorpu 2012
15.2.2012

Varðliðar umhverfisins 2012
7.2.2012

Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga
2.2.2012

Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu
2.2.2012

Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána
2.2.2012

Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200
31.1.2012

Starfið er margt - ársskýrslan
15.10.2008

Teiknimyndasamkeppninni breytt
15.10.2008

Síðustu tölur og enn einn fáninn
15.10.2008

Íslendingar á Spáni - fréttabréf Eco-Schools
15.10.2008

Úrslit í teiknimyndasamkeppninni
15.10.2008

Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann
18.9.2006

Grænfáninn blaktir víða
19.5.2006

Grænfáninn í Fálkaborg
11.4.2006

Grænfáninn
27.5.2005

Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann
18.5.2005

Grænfáninn blaktir á Seltjarnarnesi
1.12.2004

Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána
3.6.2003