Grænfáninn

Grænfáninn Landvernd    11.4.2006
Grænfáninn Landvernd

Grænfáni í Fálkaborg
Nokkrir skólar hafa sótt um að fá Grænfána í vor og stýrihópur verkefnisins er í óða önn að heimsækja skóla, tala við fólk og meta starf skólanna. Fyrsti fáni vorsins var dreginn að húni við mikinn fögnuð viðstaddra í Fálkaborg í Breiðholti föstudaginn 7. apríl.

Í tilefni fánaafhendingar skrifaði Jónína Lárusdóttir skólastjóri Fálkaborgar grein sem hún sendi fjölmiðlum. Greinin fer hér á eftir:

Leikskólinn Fálkaborg fær Grænfánann
Leikskólinn Fálkaborg er um þessar mundir að ljúka merkum áfanga í alþjóðlegu umhverfisverkefni „Skóli á grænni grein.“ Verkefninu er stýrt hér á landi af Landvernd og er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja skólana við mótun umhverfisstefnu.
Leikskólinn fær af þessu tilefni umhverfismerki, Grænfánann, sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Verkefninu er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál, auka þekkingu þeirra og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.
Leikskólinn fær Grænfánann til tveggja ára í senn. Til að halda Grænfánanum þarf áfram að vinna markvisst að umhverfismálum í leikskólanum og fá staðfestingu Landverndar á að það starf fullnægi kröfum sem gerðar eru til handhafa Grænfánans. Áþreifanlegasti þáttur verkefnisins í Fálkaborg er flokkun á rusli og jarðgerð á lífrænum úrgangi sem fellur til á leikskólanum. Auk bættrar umhverfisverndar sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri

Lýðræði
Mikilvægur þáttur í verkefninu „Skóli á grænni grein“ snýr að þátttöku nemenda í að móta umhverfi sitt. Börn á leikskólaaldri hafa getu og vilja til að hafa áhrif, þau koma oft með lausnir sem fullorðnum hefur ekki hugkvæmst. Til að virkja börn og starfsmenn sem mest eru starfræktar 2 umhverfisnefndir í leikskólanum. Umhverfisnefnd barna hefur tekist á við verkefni eins og að ákveða hvernig og hvað er flokkað. Börnin hafa fundið leiðir til að endurnýta hluti betur í leikskólanum og þau hafa verið drifkraftur verkefnisins. Þeim finnst skemmtilegt að flokka og búa til moltu. Umhverfisnefnd fullorðinna tekur ákvarðanir um hvernig virkja á alla starfsmenn, heldur utan um kostnað við verkefnið og skipuleggur næstu skref varðandi stefnumótun.

Jákvæð sýn á umhverfismál
Fálkaborg er fjórði leikskólinn í Reykjavík sem fær leyfi til að flagga Grænfánanum. Árangur af þátttöku í verkefninu er umtalsverður. Verkefnið hefur aukið vitund barna og fullorðinna á umhverfismálum og hefur einnig bætt daglegan rekstur leikskólans. Börnunum finnst gaman að ræða umhverfismál og þau hafa fengið jákvæða sýn á umhverfisvernd. Börnunum er ljóst að það skiptir máli hvernig við göngum um landið okkar og náttúruna og þeim verður ljóst að þeirra framlag skiptir máli við að bæta umhverfið. Umhverfismennt er sérstaklega vænleg leið til þess að efla samstarf og samvinnu barna og kenna þeim að kljást við raunveruleg langtímaverkefni sem skipta máli. Börn sem eru þátttakendur í þessu verkefni vita að þau geta haft áhrif. Það eitt og sér hefur ómetanlegt uppeldislegt gildi.

Jónína Lárusdóttir, skólastjóri í Fálkaborg


Vista sem PDF

Eldri greinar

Landshlutafundir veturinn 2018-2019
20.5.2019

Varðliðar umhverfisins 2019
20.5.2019

Erasmus+ verkefni um lífbreytileika
23.4.2019

Eco Schools 25 ára
16.4.2019

Dýradagurinn 2019
29.3.2019

Landshlutafundir 2018
19.10.2018

Varðliðar umhverfisins 2018
25.4.2018

Góð ráð fyrir árangursríka flokkun
7.2.2018

Umsóknarfrestur fyrir endurnýjun Grænfána á Suðvesturlandi er 1. febrúar.
17.1.2018

Rafræn jólagjöf frá Skólum á grænni grein
20.12.2017

Nemendur Grenivíkurskóla færðu bæjarbúum jólagjöf
18.12.2017

Ferðafélaginn
15.11.2017

Vistheimt á gróðursnauðu landi - Handbók
13.11.2017

Haustfréttabréf Skóla á grænni grein komið út.
9.11.2017

Fræða, ekki hræða.
31.10.2017

Lífið á Túndrunni
15.9.2017

Líf að vori
15.9.2017

Lífríki Tjarna
15.9.2017

Hreinsum Ísland: Verkefnahugmyndir um plastmengun í sjó
11.9.2017

Búningagerð í Blásölum
3.3.2017

Sorpkvarnir ekki umhverfisvænar á Íslandi
22.2.2017

Skólar sem hafa slitið barnsskónum í Grænfánanum: Hvernig má þróa starfið áfram?
7.2.2017

Áskoranir í framhaldsskólum og háskólum
7.2.2017

Allur skólinn með! Hvernig virkjum við skólasamfélagið í heild sinni?
7.2.2017

Af stað með úrgangsforvarnir: Námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni
7.2.2017

Handbókin Á grænni grein
7.2.2017

„Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega aðferðin“
7.2.2017

„Umbreytandi nám: Hvernig á að nálgast flókin umhverfismál í skólastarfi?“
7.2.2017

„Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“
25.1.2017

Janúarfréttabréf Skóla á grænni grein
25.1.2017

Rúm fyrir syfjaða bangsa
5.1.2017

Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?
7.12.2016

Caitlin Wilson
1.12.2016

Fjölbrautaskólinn við Ármúla fær sinn sjötta Grænfána
21.11.2016

Hljóðvist
14.11.2016

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti
9.11.2016

Foundation for Environmental Education (FEE)
9.11.2016

Landvernd
9.11.2016

Grænfánaráðstefnan 2017
7.11.2016

Haustfréttabréf Grænfánans
7.11.2016

Caitlin Wilson
27.10.2016

Margrét Hugadóttir
25.10.2016

Varðliðar umhverfisins árið 2016
26.4.2016

Hofsstaðaskóli vinningshafi í Baráttunni gegn matarsóun hér á landi
13.4.2016

Verkefnasamkeppnin Varðliðar umhverfisins
3.2.2016

Baráttan gegn matarsóun
3.2.2016

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein 2015
18.12.2015

Landshlutafundir 2015
15.10.2015

Óskað eftir verkefnum í Varðliða umhverfisins
13.2.2015

Óskað eftir vinaskóla á Íslandi
5.2.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í FÁ - myndband
27.1.2015

Opnun rafrænnar verkefnakistu og Grænfánaafhending í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
22.1.2015

Jólagjöf Landverndar - verkefnakista
24.12.2014

Jólafréttabréf Skóla á grænni grein
18.12.2014

Katrín Magnúsdóttir
29.1.2014

Nú er um að gera að senda inn umsóknir vegna Grænfána
17.1.2014

Skólar á grænni grein á Íslandi
16.1.2014

Endurskoðun umhverfisgátlista og skrefanna sjö
12.12.2013

Markmiðasetning í Skólum á grænni grein
12.12.2013

Hvað er vistheimt?
12.12.2013

Lýðræðismenntun í Þelamerkurskóla
12.12.2013

Hlutverk nemenda í Grænfánastarfinu í Þelamerkurskóla
12.12.2013

Hvernig getum við bætt leikskólalóðina með virkri þátttöku skólasamfélagsins?
12.12.2013

Lýðræðisleg þátttaka nemenda í sveitarfélagsmálum í Grýtubakkahreppi
12.12.2013

Tenging Grænfánaverkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi
12.12.2013

Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi: Björg Pétursdóttir
12.12.2013

Sjálfbærni, grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum: Sigrún Helgadóttir
12.12.2013

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni 2013
19.11.2013

Ráðstefnan Byggjum á grænum grunni í Hörpu
15.11.2013

Landvernd óskar eftir starfsmanni í Grænfánaverkefnið
15.7.2013

Kvennaskólinn í Reykjavík flaggar sínum fyrsta Grænfána
9.11.2012

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru
20.9.2012

Giljaskóli flaggar sínum fyrsta fána
20.9.2012

Stór dagur í Dalvíkurbyggð
24.8.2012

Flúðir fagna Grænfánanum á Vorhátíð
24.8.2012

Varmárskóli tekur við Grænfánanum á 50 ára afmælinu
24.8.2012

Salaskóli fagnar í fjórða sinn.
14.5.2012

Varðliðar umhverfisins 2012
26.4.2012

Þriðji Grænfáninn í höfn í Álfaheiði
25.4.2012

Grænfáninn afhentur Síðuskóla í fjórða sinn
25.4.2012

Fyrsti grænfáninn á Kópasteini
30.3.2012

Leikbær flaggar í fyrsta sinn
29.3.2012

Dagatal Sorpu 2012
15.2.2012

Varðliðar umhverfisins 2012
7.2.2012

Nú blaktir Grænfáninn við hún á Laugarbakka og Hvammstanga
2.2.2012

Akurskóli fagnar Grænfána á Narfakotseylu
2.2.2012

Vatnsendaskóli fagnar öðrum fána
2.2.2012

Skólar á grænni grein orðnir ríflega 200
31.1.2012

Starfið er margt - ársskýrslan
15.10.2008

Teiknimyndasamkeppninni breytt
15.10.2008

Síðustu tölur og enn einn fáninn
15.10.2008

Íslendingar á Spáni - fréttabréf Eco-Schools
15.10.2008

Úrslit í teiknimyndasamkeppninni
15.10.2008

Fyrsti framhaldsskólinn til að hljóta Grænfánann
18.9.2006

Grænfáninn blaktir víða
19.5.2006

Grænfáninn í Fálkaborg
11.4.2006

Grænfáninn
27.5.2005

Leikskólinn Steinahlíð fær Grænfánann
18.5.2005

Grænfáninn blaktir á Seltjarnarnesi
1.12.2004

Þykkvabæjarskóli og Lindaskóli með grænan fána
3.6.2003